Selvað 7, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð122.30 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

   Ákveðin sala. Sérlega glæsileg, stílhrein og vönduð 122,3 fm fjögurra herbergja endaíbúð á jarðhæð með hellulagðri sólverönd, sérafnotarétti af lóð, þvottahúsi innan íbúðar og stæði í bílageymsluhúsi í kjallara. Vandað parket er á gólfum.  
   Komið er inn í forstofu með parketi á gólfi og fatahengi. Gangur með parketi á gólfi. Glæsilegt baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, sturtuklefa, baðkari, innréttingu, upphengdu salerni og handklæðaofni. Þvottahús með flísum á gólfi og innréttingu er innan íbúðarinnar. Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og skápum. Björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Út frá stofu er skjólsæl hellulögð sólverönd. Opið fallegt eldhús með gluggum, eikarinnréttingu, háf og parketi á gólfi. Í eldhúsinu er borðkrókur með parketi sem búið er að  skerma af sem tölvu/skrifstofuaðstöðu. Bjart herbergi með parketi á gólfi, skápum og gluggum á tvo vegu. Herbergi með parketi á gólfi og skápum.
  Í kjallara er 7,3 fm sérgeymsla með hillum. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymsku í kjallara.      

í vinnslu