Safamýri 19, Reykjavík


TegundSérhæð Stærð159.60 m2 6Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

   Sérlega falleg og vönduð 159,6 fm efri sérhæð í góðu þríbýlsihúsi innarlega í lokaðri húsagötu. Eignin skiptist í 135,1 fm íbúðarhúsnæði og 26,5 fm bílskúr. Arkitekt eignarinnar er Guðmundur Kr. Kristinsson. 
   Nánari lýsing: Sérinngangur. Komið er inn á forstofugangng með teppi á gólfi, og inn af honum er hurð inn í sameiginina. Tröppur upp með teppi. Komið er upp á stigapall með kvistaparketi á gólfi og fatahengi. Á stigapallinum er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Komið er inn á gang með kvistaparketi á gólfi. Herbergi eð teppi á gólfi. Svefnherbergisgangur með kvistaparketi á gólfi og glugga í endanum. Baðherbergi er með flísum á gólfi, flísum á veggjum, baðkari, innréttingu, glugga og aukahurð inn í hjónaherbergið. Hjónaherbergi með kvistaparketi á gólfi og skápum. Innst á ganginum er tölvukrókur. Herbergi með teppi á gólfi. Sameinað herbergi, var áður tvö herbergi með teppi á gólfi. Stór björt stofa er með kvistaparketi á gólfi. Úr stofunni er hurð út á góðar vestursvalir. Borðstofa með flísum á gólfi. Opið glæsilegt eldhús með glugga, fallegri eldri innréttingu, kvistaparketi á gólfi og kermik-, gas- og grilleldvél. 

     Í kjallara er ca 4 fm óskráð geymsla með glugga. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sameiginleg geymsluaðstaða.    
     Bílskúrinn er 24,5 fm með sjálfvirkum opnara, glugga og hurð út í garð bakdyramegin.  
    

 

í vinnslu