Uglugata 19, Mosfellsbær


TegundParhús Stærð174.40 m2 7Herbergi 2Baðherbergi Sérinngangur

    TIL AFHENDINGAR Í JÚNÍ 2018. Uglugata 19 Mosfellsbæ er 174,4 fm parhús á einni hæð með innbyggðum 25,6 fm bílskúr. Íbúðarhlutinn er 148,8 fm og bílskúrinn 25,6 fm. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, stofa og borðstofa, forstofa, sjónvarpshol, eldhúsi, baðherbergi, gestasnyrting, geymsla, þvottahúsi og bílskúr.
    Eignin skilast tilbúin til innréttinga í júní 2018 sjá þó nánar meðfylgjandi skilalýsingu. Traustur og óvenju vandaður byggingaraðili. 
    Skilalýsing: 
Húsið er uppsteypt á hefðbundin máta og skilast að utan sléttmúrað en ómálað. Á steypta þakplötu er 0.2mm þolplast sem rakavörn, 25 cm ESP einangrun og Flagon SV 1.5 mm þakdúkur sem vatnsvarnarlag. Malarfarg yfir. Á þakkanta kemur Flagon SR 1.2mm PVC sérstyrkt efni vegna sólar- og vindálags soðið yfir flasningar á þakkanti. Þakniðurföll verða tengd jarðvatnslögnum skv. lagnateikningum. Vinnuljós komin. Allar pípur fyrir raflagnir í loft komnar ásamt kössum fyrir innfeldri lýsingu. Einangrun í loft tilbúin. Hurðir og gluggar eru trégluggar frá Gluggagerðinni hvít að lit. Bílskúrshurð er álfellihurð í hvítum lit með sjálfvirkum hurðaropnara. Klæðning undir skyggni uppsett og grunnuð. Lofttúður upp úr þaki frágengnar. Gólfplata tilbúin undir flotun. Útiljós í skyggni fylgja. Lóð verður grófjöfnuð. Tenglar úti og dyrasími fylgir ekki. Útveggir verða einangraðir og múraðir. Veggir í votrýmum hlaðnir og múraðir. Aðrir innveggir eru úr gipsi, tvöföldu með einangrun á milli. Loft og veggir spartlaðir og grunnaðir. Allar pípur fyrir raf- og boðlagnir milli taflna og tengidósa verða lagðar. Rafmagnstafla uppsett. Gólfhiti verður frágenginn að undanskildum hitastillum og stjórnbúnaði (segulrofar, stjórntölva).
   Í bílskúr er ofn í stað gólfhita. Neysluvatnslagnir verða tengdar við stofninntak og frágengnar að tækjum. Sorpgeymsla fylgir ekki.
   Allar nánari upplýsingar eru veittar á fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar í síma 511-1555 og í síma 898-9791.     

í vinnslu