Engihjalli 1, Kópavogur


TegundFjölbýlishús Stærð97.40 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

    Falleg og töluvert endurnýjuð 97,4 fm fjögurra herbergja útsýnisíbúð á fjórðu hæð í lyftuhúsi merkt 0401 ásamt sérgeymslu í kjallara sem ekki er talin með í fermetraskráningu íbúðarinnar.  Húsið stendur hátt og gott útsýni er yfir höfuðborgarsvæðið til Esjunnar, Akrafjallsins og út á Faxaflóann.  
    Komið er inn á gang með flísum og parketi á gólfi og skápum. Opið endurnýjað eldhús með dúk á gólfi, hvítri nýlegri innréttingu, flísum á milli skápa og borðkrók með glugga. Stofa og borðstofa með parketi á gólfi og út frá stofu eru flísalagðar  austursvalir. Hjónaherbergi er með dúk á gólfi, og skápum. Úr hjónaherberginu eru dyr út á norðursvalir. Herbergi með dúk á gólfi og skápum. Herbergi með dúk á gólfi. Glæsilegt endurnýjað baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, glugga, upphengdu salerni, sturtu, innréttingu og aðstöðu fyrir þvottavél.
    Í kjallara er sérgeymsla með hillum. Geymslan er ekki talin með í fermetraskráningu Þjóðskrár. Á hæðinni er sameiginlegt þvottahús með hinum íbúðunum á hæðinni.
    Fyrir liggur að húsfélagið mun á næstunni fara í að láta klæða húsið að utan og lagfæra þak og fl utanhúss. Talið er að sú framkvæmd muni kosta eignina um 7,2 milljónir króna.  

 

í vinnslu