Álfheimar 52, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð105.90 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

    LAUS STRAX, LYKLAR Á SKRIFSTOFUNNI. Mjög góð 105,9 fm fjögurra herbergja útsýnisíbúð á fjórðu og efstu hæð á þessum frábæra stað rétt við Laugardalinn. Íbúðin er skráð 96,8 fm og henni fylgir 9,1 fm geymsla í kjallara. Að auki tilheyrir íbúðinni 26,2 fm óeinangrað gluggalaust geymsluloft yfir íbúðinni. Íbúðin, geymslan og geymsluloftið eru því alls 132,1 fm. Eignin þarfnast nokkurrar endurnýjunar og lagfæringar við.   
   Nánari lýsing: Komið er inn á gang með parketi á gólfi og fatahengi. Herbergi með parketi á gólfi og skápum. Endurnýjað eldhús með dúk á gólfi, glugga, nettum borðkrók og endurnýjaðri innréttingu. Stofa með parketi á gólfi og út frá henni eru góðar suðvestursvalir með gegnsæjum skjólveggjum og háum endurnýjuðum handriðum. Herbergi með parketi á gólfi og skápum. Baðherbergi gólfefnalaust með glugga, baðkari og flísum á veggjum, Baðherbergið þarfnast endurnýjunar. Herbergi með parketi á gólfi. Við innganginn er lúa í lofti upp í 26,2 fm óeinangrað, gluggalaust þakrými. Í kjallara er 9,1 fm sérgeymsla. 
   Athugasemdir seljanda: Rakaummerki eru í parketi í stofu við millivegg. Skv. upplýsingum frá fyrri eiganda lak frá þaki og á að vera búið að laga þakleka. En seljandi getur ekki borið ábyrgð á þeirri viðgerð. Yfirfara þarf raflögn á baði.       
   Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar í síma 511-1555 og 898-9791.  
 

í vinnslu