Dúfnahólar 2, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð148.90 m2 5Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

   Mjög góð 148,9 fm fimm herbergja íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Íbúðin er 122,8 fm og bílskúrinn 26,1 fm. Góðar flísalagðar vestursvalir. Húsið stendur hátt og gott útsýni er yfir borgina og út á Sundin. Íbúðin er merkt 1-A.  
   Nánari lýsing. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi. Tvö herbergi með flotuðu gólfi. Nett herbergi með flotuðu gólfi. Hjónaherbergi með flotuðu gólfi og skápum. Endurnýjað baðherbergi með upphendgu salerni, tengi fyrir þvottavél, flísum á gólfi, flísum á  veggjum, handklæðaofni og baðkari. Stofa og borðstofa með plastparketi á gólfi og út frá henni eru góðar flísalagðar vestursvalir. Eldhús er með flísum á gólfi, borðkrók og glugga. 
   Á jarðhæð er 6,1 fm sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús með þurrkherbergi og sameiginleg hjóla-og vagnageymsla. 
   Eigninni fylgir bílskúr, 26,1 fm bílskúr með glugga og opnanlegu fagi. 

      

í vinnslu