Laufbrekka 24, Kópavogur


TegundHæð Stærð189.50 m2 6Herbergi 2Baðherbergi Sérinngangur

   LAUS STRAX, LYKLAR Á SKRIFSTOFUNNI. 189,5, fm efri sérhæð og ris miðsvæðis í Kópavoginum með þrem svefnherbergjum auk  hjónasvítu á efri hæð. Á neðri hæð er verslunar-, iðnaðar- og þjónustuhúsnæði sem snýr að Dalbrekku. Leka hefur orðið vart í iðnaðarhúsnæði á neðri hæð og rakaummerki eru á innanverðum útveggjum á aðalhæð. Eignin þarfnast endurbóta. 
  Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi. Gangur með parketi á gólfi. Eldhús með parketi á gólfi, borðkrók, gluggum og eldri snyrtilegri innréttingu og gaseldavél. Borðstofa með parketi á gólfi. Stofa með parketi á gólfi og þaðan er hurð út á suðursólverönd. Þvottahús með flísum á gólfi, flísum á veggjum, gluggum skápum og innréttingu. Herbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, glugga, sturtuklefa og innréttingu. Bjart herbergi með parketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Herbergi með parketi á gólfi. Af ganginum er stigi upp á efri hæð. Efri hæð er 65 fm með rennihurð. Þar uppi er sameinað herbergi og hjónaherbergi með plastparketi á gólfi og inn af herberginu er geymsla undir súð með flísum á gólfi og hillum. Inn af hjónaherberginu sem er með gluggum á tvo vegu er endurnýjað baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, upphengdu salerni, innréttingu og sturtuklefa. Út frá hjónaherberginu eru flísalagðar norðvestursvalir.
  Stór hellulögð sólverönd er við innganginn og nettur suðurgarður út frá stofu.  
  Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti. Allar nánari upplýsingar eru veittar á fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar í síma 511-1555 og 898-9791.  

í vinnslu