Háakinn 9, Hafnarfjörður


TegundEinbýlishús Stærð199.70 m2 5Herbergi 3Baðherbergi Sérinngangur

   LAUST STRAX. LYKLAR Á SKRIFSTOFUNNI. Sérlega fallegt, stílhreint og mikið endurnýjað 199,7 fm einbýlishús, steinhús ásamt bílskúr. Íbúðarhúsið er 169,7 fm á þrem hæðum með 4 svefnherbergjum og þrem góðum stofum. Bílskúrinn er 30 fm, með gluggum og góðri hurð, en búið er að breyta honum í tómstundaherbergi. Falleg ræktuð lóð með timbursólverönd með háum skjólveggjum suðvestan við húsið.     
   Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og glugga. Gangur með fallegu parketi á gólfi. Nett endurnýjuð gestasnyrting með flísum á gólfi, glugga og upphengdu salerni. Björt stofa og borðstofa með fallegu parketi á gólfi og gluggum á þrjá vegu. Inn af borðstofunni er fallegt endurnýjað, bjart opið eldhús með glugga, parketi á gólfi, fallegri vandaðri nýlegri innréttingu og gluggum á tvo vegu.   
    Gengið er niður í kjallara. Steyptur stigi niður á neðri hæð. Niðri er sérinngangur. Við kjallarainnganginn er geymsla með hillum. Komið er inn á gang með flísum á gólfi. Nett geymsla með glugga og parketi á gólfi. Stofa með plastparketi á gólfi og inn af henni er bjart herbergi með plastparketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Niðri er líka rúmgott þvottahús og baðherbergi með flotuðu gólfi, gluggum, upphengdu salerni, flísum á veggjum og baðkari. 
   Steyptur stigi er upp á efri hæð. Uppi er gangur með parketi á gólfi. Hurðarlaus nett endurnýjuð snyrting með flísum á gólfi, flísum á veggjum og upphengdu salerni. Herbergi með parketi á gólfi og út frá því eru vestursvalir. Ágætis útsýni er til Esjunnar og Akrafjallssins. Kvistherbergi, hurðalaust með parketi á gólfi. Hjónaherbergi svolítið undir súð með parketi á gólfi og út frá því eru morgunsvalir. Þaðan er gott útsýni til austurs.
   Athugasemdir seljanda: Töluverð vatnssöfnun er í  kjallara bílskúrs.  
   Eigninni fylgir 30 fm bílskúr með gryfju sem búið er að breyta í tómstundaherbergi með timbursólverönd og skjólveggjum fyrir framan. Bílskúrinn er með gluggum og tveim hurðum. Raki er í bílskúrnum og loftræstingu vantar. Falleg ræktuð lóð með góðri timbursólverönd.     Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að kaupandi leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var í við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti. Allar nánari upplýsingar eru veittar á fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar í síma 511-1555 og 898-9791.  

í vinnslu